Uppskriftir

Fylltar grísalundur

800 gr grísalundir
70 gr furuhnetur
200 gr döðlur fínt skornar
3 stk fínt skorinn skallotlaukur
1 msk fínt rifinn hvítlauksgeiri
½ búnt kóriander
1 msk sojasósa
1 msk fínt skorið chilli
2 msk fínt rifið engifer
Sjávarsalt
Svartur pipar úr kvörn
Kjötgarn
Ólífuolía til steikingar

Setjið skallotlaukinn á pönnu og eldið hann þar til hann er mjúkur í gegn. Bætið döðlunum, furuhnetunum, hvítlauknum og engiferinu út á pönnuna og eldið í 2-3 mín eða þar til döðlurnar eru orðnar mjúkar. Bætið sojasósunni og kóriandernum saman við og blandið vel saman. Setjið blönduna saman í matvinnsluvél og látið hana vinna í ca. 30 sek. Skerið inn í miðja svínalundina eftir endilöngu og setjið fyllinguna inn í og bindið upp með kjötgarni. Hitið pönnu og brúnið lundina allan hringinn. Setjið lundirnar í eldfast mót og inn í 180°C heitan ofn í 23 mín, takið lundirnar út og setjið álpappír yfir þær og látið þær standa í 10 mín.