Uppskriftir

GRÆNMETIS- OG BAUNASÚPA

1 msk olía
1 stk rauðlaukur
3 stk hvítlauksrif, pressuð
½ stk rautt chili-aldin
2 stk meðalstórar gulrætur, sneiddar
1 stk fennika, söxuð
2 stk meðalstórar kartöflur,
afhýddar og skornar í bita
3 stk grænmetiskraftsteningar
1½ l vatn
1 dós hakkaðir tómatar
2½ msk tómatþykkni
½ stk blómkálshöfuð, skorið í bita
½ stk appelsína
safinn og rifinn börkur
salt og pipar
100 g forsoðnar kjúklingabaunir
handfylli fersk basilika, söxuðHitið olíuna í potti og steikið rauðlaukinn, hvítlaukinn og chili-aldinið þar til laukarnir verða mjúkir í gegn. Bætið gulrótum, fenniku og kartöflum út í og steikið áfram í 3 mínútur. Bætið grænmetiskraftinum, vatni og tómötum út í ásamt tómatþykkninu og látið malla í 20 mínútur. Bætið blómkálsbitum út í og látið malla áfram í 10 mínútur. Skolið kjúklingabaunirnar og bætið þeim út í, látið malla áfram í 5 mínútur ásamt appelsínusafanum og berkinum. Kryddið með salti og pipar og stráið basiliku yfir.