Uppskriftir

Grænn og ­gordjöss

2½ dl kókosvatn – hægt að nota vatn
½ stk agúrka, skorin í bita
½ stk kúrbítur, skorinn í bita
1 hnefi spínat
10 g kóríander
2 stk límónulauf
½ stk límóna, afhýdd
4 cm engifer, skorinn í bita
1 stk avókadó, afhýddur og steinhreinsaður

Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt og kekkjalaust. Þessi er frábær að byrja daginn á.