Uppskriftir

Grillað nauta ribeye með ponzu dressingu

4 sneiðar nauta ribeye
2 stk hvítlaukur
olía til að pensla með
salt
pipar
Takið kjötið og skerið mestu fituna burt. Skerið hvítlaukinn í tvennt og nuddið sárinu vel á kjötið á báðum hliðum. Penslið kjötið með olíu og kryddið með salti og pipar. Grillið kjötið á vel heitu grillinu í 4 mínútur á hvorri hlið. Takið kjötið af og látið hvíla í 10 mínútur. Grillið kjötið aftur í 2 mínútur á hvorri hlið og leyfið því að hvíla í 5 mínútur áður en þið borðið.
Ponzu dressing:
60 ml sojasósa
40 ml sítrónusafi
60 ml ólífuolía
Blandið öllu skál.