Uppskriftir

Grillað nautafilé með lárperusósu og hvítlauksbökuðum kartöflum

fyrir 4 að hætti Rikku

2 tsk hvítlauksduft
2 tsk cumin duft
1 tsk chili duft
1 tsk laukduft
800 g nautafilé
salt og nýmalaður pipar

LÁRPERUSÓSA
2 hvítlauksrif
2 msk rauðvínsedik
2 msk ólífuolía
¼ tsk chili duft
Safi af 1/2 límónu
2 litlar lárperur, afhýddar og steinhreinsaðar
2 msk fersk steinselja
salt og nýmalaður pipar

HVÍTLAUKSBAKAÐAR KARTÖFLUR
800 g litlar kartöflur, skornar til helminga
½ kúrbítur, skorinn í bita
10 hvítlauksrif með hýði
3 msk ólífuolía
Salt og nýmalaður pipar

Blandið kryddunum saman, nuddið á kjötið og látið standa í 10 mínútur. Grillið í 3-4 mín. á hvorri hlið og hvílið í 3-4 mínútur. Kryddið með salti og pipar.

LÁRPERUSÓSA:
Setjið hvítlauk, edik, olíu, chili duft og límónusafa saman í matvinnsluvél og vinnið vel saman. Bætið lárperununm og
steinseljunni saman við og blandið gróflega saman. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.

HVÍTLAUKSBAKAÐAR KARTÖFLUR:
Hitið ofninn í 200°C. Raðið kartöflunum, kúrbítnum og
hvítlauksrifjunum á pappírsklædda ofnplötu og hellið olíunni yfir. Bakið í 50-55 mínútur. Kryddið með salti og pipar.