Uppskriftir

Grillaðar lambalærissneiðar, bakaðar gulrætur og sellerírót með pistasíum og piparrót.

Fyrir 4

8 stk lambalærissneiðar

Marinering
1 stk hvítlaukrsgeiri
½ pakki steinselja
1 tsk oregano
1 msk dijonsinnep
½ rauður chili
100 ml ólífuolía
1 msk sjávarsalt

Bakaðar gulrætur og sellerírót með piparrót og pistasíum
500 gr gulrætur
1 stk sellerírót
100 gr ristaðar pistasíur
(bakaðar á 150°C í 15 mín)
3 msk fínt skorin ítölsk steinselja
2 msk rifin fersk piparrót
1 stk sítróna
Ólífuolía
Sjávarsalt

Setjið allt hráefnið nema lærissneiðarnar saman í matvinnsluvél og vinnið saman í 1 mín. Veltið lærissneiðunum upp úr marineringunni og látið þær standa í 2-4 tíma í henni. Setjið sneiðarnar á heitt grill og grillið í ca 2,5 mín á hvorri hlið.

Bakaðar gulrætur og sellerírót með piparrót og pistasíum:
Skrælið og skerið gulræturnar og sellerírótina í álíka stóra bita. Setjið hvoru tveggja á bökunarplötu og hellið ólífuolíu yfir. Kryddið með salti og pipar og setjið inn í 180°C heitan ofninn í 40 mín. Setjið sellerírótina og gulræturnar saman í skál með piparrótinni, steinseljunni og fínt skornu pistasíunum. Rífið börkinn af sítrónunni yfir allt saman og blandið öllu saman. Smakkið til með salti ef þurfa þykir.