Uppskriftir

GRILLUÐ SATAY NAUTASPJÓT

500 g nautafilé
200 ml teriyaki sósa
4 stk hvítlauksrif, pressuð
11/2 tsk tabasco sósa
4–6 stk grillspjót
2 stk vorlaukar, saxaðir
1 msk sesamfræ

Hitið grillið að meðalhita. Skerið nautafiléið í smærri bita. Blandið teriyaki sósu, hvítlauk og tabasco-sósunni í skál og setjið kjötbitana út í og blandið vel saman þannig að sósan þeki alla bitana.
Þræðið kjötið upp á trépinnana og grillið í 2–3 mínútur á hvorri hlið. Stráið vorlauk og sesamfræjum yfir kjötið og berið fram með hnetusmjörssósu, sjá bls. 40.