Uppskriftir

GRÍSKUR LAMBAPOTTRÉTTUR

1–2 msk ólífuolía
2 stk laukar, sneiddir
1½ tsk þurrkað oreganó
2 stk kanilstangir, brotnar til helminga
½ tsk kanill
1 kg lambakjöt, beinhreinsað og fitusnyrt
1 dós hakkaðir tómatar
1,2 l vatn
2½ msk tómatkraftur
2 stk kjúklingakraftsteningar, má líka nota lambakraftsteninga
200 g mini pasta
10 stk grænar ólífur, skornar til helminga
2 msk kapers
20 g hreinn fetaostur, kurlaður
2 msk ristaðar furuhnetur

Steikið laukinn í potti þar til hann verður mjúkur í gegn. Bætið oreganó, kanilstöngum og kanil saman við, steikið stutta stund og setjið í skál. Brúnið kjötið og bætið laukblöndunni aftur út í. Hellið hökkuðu tómötunum saman við ásamt vatninu og kraftinum og látið malla í 25–30 mínútur. Bætið pastanu út í og látið malla áfram í 6–8 mín. Bætið ólífunum og kapersnum út í og látið malla enn í 3–4 mínútur. Stráið fetaosti og furuhnetum yfir áður en rétturinn er borinn fram.