Uppskriftir

Hægelduð nautasteik með ekta bernaise

fyrir 4 að hætti Rikku

1 kg nautalund
1 msk olía
sjávarsalt og nýmalaður pipar

BERNAISE SÓSA:
350 g smjör
4 eggjarauður
2 msk hvítvínsedik
1/2 msk sterkt sinnep
karrý á hnífsoddi
cayenne pipar á hnífsoddi
1/4 nautakraftskubbur
1/2 msk þurrkað estragon
sjávarsalt og nýmalaður pipar

Hitið ofninn í 70°C. Hitið olíuna á pönnu og brúnið kjötið á öllum hliðum. Leggið á pappírsklædda plötu og bakið í 3 klst. eða þar til að kjarnhitinn hefur náð 55°C. Hitið gasgrillið (má líka nota grillið í ofninum) og steikið kjötið í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þar til að kjarnhiti hefur náð 60°C. Leggið kjötið á álpappír og kryddið með sjávarsalti og nýmöluðum pipar og lokið. Hvílið kjötið í 15 mínútur áður en að það er skorið. Gott er að bera réttinn fram með bökuðum kartöflum og fersku salati.

BERNAISE SÓSA: Bræðið smjörið í potti við vægan hita. Setjið eggjarauðurnar í pott ásamt ediki, sinnepi, karrý og cayenne pipar og þeytið vel yfir vatnsbaði þar til að blandan verður ljós og létt. Gætið þess að eggjarauðurnar hlaupi ekki. Leggið pottinn á vinnuborðið og hellið smjörinu smám saman við og hrærið vel á milli. Þegar 1/3 af smjörinu er kominn saman við blönduna er kjötkraftskubbi og estragoni bætt við og síðan haldið áfram að bæta smjörinu smám saman við þar til að það er uppurið. Kryddið til með salti og pipar.