Uppskriftir

Hollustu ­hjónabandssæla

150 g tröllahafrar
150 g spelt, t.d. fínt og gróft til helminga
50 g kókosmjöl
1 tsk vínsteinslyftiduft
2 dl kókosolía
1 dl agavesíróp
2 dl rabarbarasulta

Blandið þurrefnunum saman í skál, hrærið saman kókosolíu og agavesíróp og blandið saman við þurrefnin. Þjappið 2/3 hlutum af deiginu í smurt tertuform, smyrjið sultunni yfir og myljið restina af deiginu yfir. Bakið við 180°C í um 30 mín.