Uppskriftir

Hrásalat með gráðaosti

fyrir 6 að hætti Rikku

200 g majónes
200 ml létt AB mjólk
100 g gráðaostur, mulinn
1/2 tsk hvítlaukskrydd
1/2 tsk laukkrydd
1 tsk hunang
1 msk hvítvínsedik
sjávarsalt
nýmalaður pipar
1/2 hvítkálshöfuð
1/2 rauðkálshöfuð

Hrærið majónes, AB mjólk, gráðaost vel saman og kryddið með laukkryddunum, hunangi, ediki, salti og pipar. Rífið kálhöfuðin niður í matvinnsluvél eða fínskerið. Blandið öllu saman og kælið þar til að salatið er borið fram.