Uppskriftir

HUMARSÚPA MEÐ KÓKOS OG FENNIKU

400 g humar í skel
2 msk ólífuolía
3 stk skalottlaukar, saxaðir
2 msk rifið engifer
1 stk chili-aldin, saxað
2 stk fennikur, saxaðar
2 msk sítrónusafi
4 msk fljótandi humarkraftur
400 ml vatn
800 ml kókosmjólk
salt og nýmalaður pipar
handfylli af kóríanderlaufi, söxuðu


Skelflettið humarinn. Steikið laukinn, engifer, chili-aldinið, fenniku þar til fennikan er orðin mjúk í gegn. Bætið humarskeljunum og sítrónusafanum út í ásamt vatninu og humarkraftinum. Látið malla við meðalhita í 25–30 mínútur. Sigtið soðið frá og setjið það aftur í pottinn. Hellið kókosmjólkinni út í og hleypið suðunni upp. Lækkið hitann og setjið humarhalana út í og kryddið með salti og pipar. Látið súpuna malla í 3–4 mínútur. Stráið kóríanderlaufum yfir áður en súpan er borin fram. Því lengur sem súpan fær að malla því betri er hún en þá þarf að bæta meiri vökva saman við hana.