Uppskriftir

INDVERSKÆTTAÐAR LAMBAKÓTELETTUR

60 ml ólífuolía
1 msk límónusafi
½ grænt chili-aldin, saxað
1 msk rifið engifer
2 stk hvítlauksrif, pressuð
1 msk garam masala krydd
1 msk turmeric krydd
8 stk fituhreinsaðar lambakótelettur
150g mango chutney
½ stk laukur, þunnt sneiddur
kóríanderlaufSetjið olíu, límónusafa, chili-aldin, engifer, hvítlauk og krydd saman í skál. Raðið kótel­ett­unum á disk eða setjið í stóran lokanlegan poka og hellið marín­eringunni yfir. Látið liggja í a.m.k. 30 mínútur. Hitið ofninn í 200°C. Raðið kótelettunum í eldfast mót og setjið 1 tsk af mango chutneyi ofan á hverja kótelettu og bakið í 20 mínútur. Stráið lauknum og kóríanderlaufunum yfir og berið fram.