Uppskriftir
Kartöflu- og maíssalat með kirsuberjatómötum
4 stk heill maís (eða 300 gr niðursoðinn maís)1 stk rauður chili (gróft skorinn)
½ rauðlaukur (fínt skorinn)
6 msk ólífuolía
1 stk lime safinn og börkurinn
1 box kirsuberjatómatar (skornir í fernt)
500 gr soðnar kartöflur
½ pakki gróft skorinn kóríander
sjávarsalt
svartur pipar úr kvörn
Setjið heila maísinn á heitt grillið eða grillpönnu og grillið hann þar til hann er orðin svartur að utan allan hringinn. Takið utan af maísnum og skerið maískornin utan af stilknum. Setjið í skál með öllu hráefninu og smakkið til með salti og pipar.