Uppskriftir

Kókosmúffur

Botn:
11/2 dl kókosmjöl
1/2 dl lucuma
125 g döðlur, saxaðar
2 msk kókosolía
2 msk hunang
1 tsk vanilluduft/dropar
nokkur saltkorn
Krem:
3 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2–4 klst
2 dl kókosmjólk – hægt að nota kókosvatn
1½ dl agavesíróp – má nota döðlur
2 tsk vanilluduft/dropar
1/8 tsk sjávarsalt
2 dl kaldpressuð kókosolía
1 msk lesithin

Botn: Setjið kókosmjöl, lucuma og döðlur í matvinnsluvél og blandið þar til döðlurnar tætast niður. Bætið restinni af uppskriftinni út í og klárið að blanda. Setjið í form, t.d. múffuform. Gott að setja í frysti í smástund. Þessi botn geymist best í frysti, en einnig nokkra daga í kæli.
Krem: Setjið allt í blandara og blandið þar til þetta er orðið silkimjúkt. Setjið ofan á botninn og látið inn í frysti í 1–2 klst. Berið fram skreytt með ferskum ávöxtum.