Uppskriftir

Kremað brokkolí og grænkál

1 stk stór brokkolíhaus
150 gr grænkál
1 stk steinseljurót ca 200 gr
1 hvítlauksgeiri fínt rifinn
olía til steikingar
safi úr ½ sítrónu
250 ml rjómi
grænmetiskraftur
svartur pipar úr kvörn
sjávarsalt


Skerið brokkolíið niður í toppa, skrælið og skerið steinseljurótina niður í litla teninga. Takið stilkinn úr grænkálinu og skerið það fínt niður. Hitið pönnu með olíu og setjið steinseljurótina og brokkolíið á pönnuna og steikið í ca 5 min. Bætið rjómanum, hvítlauknum og grænkálinu út á pönnuna og látið sjóða í ca 10 min eða þar til grænmetið er orðið mjúkt í gegn. Smakkið til með saltinu, piparnum og grænmetiskraftinum.