Uppskriftir

KRYDDUÐ ­NAUTASPJÓT MEÐ MINTUSÓSU

2 stk hvítlauksrif
1 msk kóríanderfræ
1 msk cuminfræ
¾ tsk ferskt múskat
2 grófar brauðsneiðar
100 g salthnetur
1 tsk pipar
1 tsk salt
1 kg nautahakk
2 stk egg
12 stk grillspjót

Látið viðarspjótin liggja í vatni í u.þ.b. 30 mínútur. Hitið ofninn í 180°C. Setjið allt nema nautahakkið í matvinnsluvél og blandið saman. Bætið nautahakkinu og eggjunum út í og blandið með höndunum. Búið til bollur úr hakkinu og þræðið þær upp á spjótin. Leggið spjótin á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 20–25 mínútur. Berið fram með mintusósu á bls. 43.