Lambalundir
með kartöflumús, karamelluðum rauðlauk, smjörsteiktum sveppum, brúnni sælkerasósu og fersku salati
Fyrir fjóra
700-900 gr af lambalundum
250 gr af sveppum
2 hvítlauksrif
2 meðalstórir rauðlaukar
700 gr af bökunarkartöflum
200 ml mjólk
U.þ.b. 100 gr af smjöri
Olía til steikingar
Lambaveisla frá Kryddhúsinu
Brún sælkerasósa frá Íslandssósur
Heppilegast er að byrja á karamelaða lauknum og gera kartöflumúsina þar sem lambalundir eru mjög fljót eldaðar.
Skrælið 700 gr af bökunarkartöflum og skerið í fjórðunga. Sjóðið þar til þær mýkjast. Hellið 200 ml af mjólk í pott og hitið að suðu. Bætið þá 2 msk af smjöri útí og látið bráðna. Stappið kartöflunar, hellið mjólkinni útí og hrærið. Saltið eftir smekk.
Skerið laukinn í tvennt og svo í þunnar sneiðar. Hellið olíu á pönnu og steikið laukinn á miðlungshita í 15 minútur eða þar til hann er farinn að brúnast og orðinn vel sætur. Saltið og piprið eftir smekk.
Það er fljótlegt að elda lambalundir, tvær til þrjár mínútur á hvorri hlið á vel heitri pönnu, eða þar til lundirnar eru fallega brúnaðar. Látið þær svo hvíla í nokkrar mínútur áður en þær eru bornar fram. Við mælum með að krydda lundirnar með Lambaveislu frá Kryddhúsinu.
Meðan kjötið hvílir, steikið skorna sveppina í smjöri á pönnu á háum meðalhita ásamt söxuðum hvítlauk. Við mælum með að byrja á að setja smá olíuslettu útá pönnuna svo smjörið brenni ekki. Saltið og piprið eftir smekk.
Berið fram með brúnni sælkerasósu og fersku salati.