Uppskriftir

LAMBAPRIME MEÐ KORNASINNEPI OG HVÍTLAUK

800 g lambaprime
3 stk hvítlauksrif, pressuð
3 msk kornasinnep
2 msk söxuð fersk minta
1 msk saxað ferskt kóríander
1 msk ólífuolía
salt og pipar

Hitið ofninn í 200°C. Blandið saman hvítlauknum, sinnepinu, fersku kryddjurtunum og olíunni. Raðið lambinu á ofnplötu, kryddið það með salti og pipar og berið sinnepsblönduna á það. Bakið í ofni í u.þ.b. 13–15 mínútur.
Gott er að bera réttinn fram með spínatsalati með kjúklingabaunum, sjá bls. 55.