Uppskriftir

Maltgrísaframpartur

1 stk smágrísaframpartur
2 msk reykt paprika
3 msk salt
1 msk grófmalaður pipar
1 msk oregano
2 msk laukduft
1 tsk chiliduft
4 msk olífuolía

Blandið öllum kryddunum saman í skál. Setjið frampartinn í ofnskúffu og hellið ólífuolíunni yfir hann og nuddið hennai í. Hjúpið hann með kryddblöndunni allan hringinn. Setjið inn í ísskáp og látið standa þar í 24 tíma. Setjið inn í 160 gráðu heitan ofninn í 3 tíma takið hann út úr ofninum og látið hann standa í 10 mín með álpappír yfir.