Uppskriftir

Maltgrísahryggur

1 stk maltgrísahryggur
9 lítrar vatn
 360 gr salt
30 stk piparkorn
 30 stk kórianderfræ
6 stk kardimommur
 6 stk lárviðarlauf
 6 stk kanilstangir
6 stk anisstjörnur
3 msk maplesíróp


Sjóðið allt hráefnið saman nema maple sírópið og kælið. Setjið hrygginn út í og látið hana standa í pæklinum í  24 tíma. Takið hrygginn úr pæklinum setjið hann á bakka með grind í botninn og látið hann standa í ísskáp í 1 sólahring.
Skerið í puruna á hryggnum og setjið hann inn í 150 gráðu heitan ofninn í 2 tíma. Penslið hrygginn með maple sírópinu og eldið í 20 mín í viðbót í 180 gráðu heitum ofninum.