Uppskriftir

MANGÓ OG ­LÁRPERU SALAT MEÐ RISARÆKJUM

400 g risarækjur
2 stk mangó, skorin í 1 cm bita
2 stk lárperur, skornar í 1 cm bita
25 g söxuð fersk kóríanderlauf
½ stk límóna (rifinn börkurinn)
2 stk límónur (safinn)
1 msk hunang
1 msk ólífuolía
½ stk rautt chili-aldin, saxað
200g ferskt blandað salat
salt og piparHitið ofninn í 200°C. Setjið mangóið, lárperurnar og kóríanderlaufið í skál. Raðið rækjunum á pappírsklædda ofnplötu, kryddið með salti og pipar og bakið í 5–7 mín. Hrærið límónusafann og börkinn saman við hunangið, ólífuolíuna og chili-aldinið, kryddið með salti og pipar og hellið yfir mangóblönduna. Raðið ferska salatinu á fallegan bakka og stráið mangóblöndunni og rækjunum fallega yfir.