Uppskriftir

Möndlu- og ­gulrótarálegg

2½ dl möndlur, lagðar í bleyti í 2–4 klst
1 dl rifnar gulrætur
1 msk hampfræ
1 msk eplaedik
1 msk tamarisósa
1 msk ólífuolía eða kókosolía
1 msk ristuð sesamolía
smá vatn – um 4 msk
½ tsk ferskt rósmarín
½ tsk zahtar-kryddblanda
2 msk ferskur kóríander, smátt saxaður
smá cayennepipar

Setjið möndlur, rifnar gulrætur, eplaedik, tamarí­sósu, ólífuolíu/kókosolíu og ristaða sesamolíu í matvinnsluvél og maukið saman. Bætið vatni út í ef ykkur finnst þess þurfa. Bætið kryddinu út í og blandið smá stund. Geymist í um 5 daga í kæli.