Uppskriftir

Nachos

1 pk nautahakk
1 poki Santa Maria taco krydd
1 poki Tostitos
1 stk Tostitos ostasósa
1 krukka Santa Maria jalepeno
1 pk pizzaostur
1 stk sýrður rjómi 18%
1 stk Tostitos salsa
Guacamole – california

Steikið nautahakkið á pönnu og kryddið með Taco kryddinu

Raðið Tostitos flögum í eldfast mót og setjið nautahakk,
jalapeno og ostasósu vítt og dreift á flögurnar. Gott er að láta enda á flögunum standa uppúr, þannig að auðvelt er að grípa í eftir eldun. Toppið nachosið með pizzaostinum og setjið í ofn í 8-10 mín á 180° eða þangað til osturinn bráðnar. Sýrði rjóminn, Tostitos salsa og Guacamole er sett á réttinn eftir eldun.