Uppskriftir

Nauta pottsteik (Pot Roast)

1 kg nauta pottsteik (pot roast)
1 stk sellerírót (skræld og skorin)
300 gr gulrætur (skrældar og skornar)
2 stk hvítlauksrif (skræld og gróft skorin)
1 stk rauðlaukur (skrældur og gróft skorinn)
1 box sveppir
150 gr tómatpúrra
½ flaska hvítvín
1 liter kjúklingasoð (eða vatn og nautakraftur)
1 stk appelsína
ólífuolía til steikingar
sjávarsalt
svartur pipar úr kvörn

Blaðlaukskartöflumús með fetaosti
og ítalskri steinselju
4 stk bökunar kartölfur (bakaðar og afhýddar)
200 gr blauðlaukur (fínt skorinn)
70 gr smjör
80 gr fetaostur
1 peli rjómi
4 msk gróft skorin ítölsk steinselja
sjávarsaltHitið ólífuolíu í potti og brúnið kjötið í pottinum í ca. 2 mín á hvorri hlið. Kryddið með salti og pipar. Takið kjötið upp úr pottinum og bætið ólífuolíu í pottinn og steikið allt grænmetið í ca. 4 mín. Bætið tómatpúrrunni út í ásamt hvítvíninu og safanum úr appelsínunni. Setjið kjötið aftur í pottinn og eldið við vægan hita í 4 klst. Takið kjötið upp úr pottinum, sigtið grænmetið frá vökvanum og þykkið hann með sósujafnara. Smakkið til með salti og pipar. Skerið kjötið niður og setjið á bakka ásamt grænmetinu og berið fram með kartöflumúsinni, sósunni og t.d. góðu hvítlauksbrauði.

Lýsing fyrir blaðlaukskartöflumús með fetaosti og ítalskri steinselju

Hitið smá ólífuolíu og smjörið í potti og steikið blaðlaukinn þar til hann er orðinn mjúkur í gegn. Bætið rjómanum út í pottinn og látið hann sjóða varlega í 5 mín. Bætið bökunar kartöflunum út í ásamt fetaostinum og blandið öllu vel saman. Þegar allt er orðið heitt er músin smökkuð til með salti og steinseljunni bætt út í.