Uppskriftir

Nauta rib-eye með granateplasósu

Fyrir 4
00 g Nauta Rib-Eye
salt
pipar
olía til að pensla með

Penslið kjötið með olíu. Kryddið það með salti og pipar. Grillið á heitu grilli í 4 mínútur á hvorri hlið. Setjið kjötið á miðlungsheitan stað og grillið áfram í 4 mínútur. Snúið kjötinu reglulega í síðara grillferlinu.
Granateplasósa:
1 stk granatepli
30 g púðursykur
3 msk trönuberjasafi
1 msk sojasósa
1 tsk worcestershiresósa
salt
pipar
Skerið granateplið í tvennt og losið öll fræin innan úr því. Setjið fræin í pott með sykrinum, trönuberjasafanum, sojasósunni og worcestershiresósunni. Sjóðið niður um helming. Kryddið með salti og pipar.