Uppskriftir

Nautakinnar með tagliatelle kirsjuberjatómötum og reyktri papríkusósu

600 gr nautakinnar
2 laukar (gróft skornir)
2 stk hvítlauksrif (gróf skorin)
1 stk rauð paprika
(kjarnhreinsuð og gróft skorin)
1 tsk þurrkað timian
1 msk reykt paprikuduft
350 ml rauðvín
1,4 l vatn og nautakraftur
2 msk tómatpúrra
½ stk hvítlauksrif (fínt rifið)
1 stk sítróna
ólífuolía til steikingar
sjávarsalt
svartur pipar úr kvörn

Meðlæti
500 gr þurrkað tagliatelle
1 box kirsuberjatómatar (skornir í helming)
1 stk rauð papríka (kjarnhreinsuð og skorin)
1 box sveppir (sneiddir)
1 poki klettasalat
1 stk sítróna (skorin í báta)
parmesanostur
ólífuolía
sjávarsalt
svartur piparSetjið olíu í stóran pott og brúnið nautakinnarnar þar til þær eru orðnar gylltar allan hringinn. Takið kinnarnar úr pottinum og brúnið allt grænmetið þar til það er farið að mýkjast. Hellið víninu, vatninu og kraftinum út í pottinn ásamt tómatpúrrunni, kryddunum og svo kjötinu í lokinn. Setjið pottinn á væga suðu og lokið yfir. Eldið kjötið í 4 tíma en kíkið í pottinn á klukkutíma fresti til að athuga hvort að vökvinn fljóti ekki yfir kjötið. Ef að vökvinn fer að minnka bætið þá vatni í pottinn.

Nautakinnarnar
Þegar kjötið er tilbúið er það tekið upp úr pottinum. Skerið það gróft niður og smakkið það til með fínt rifna hvítlauknum, fínt rifna berkinum af sítrónunni og saltinu og piparnum.

Sósan
Takið grænmetið og 300 ml af vökvanum sem eftir er í pottinum og maukið saman með töfrasprota. Ef að sósan er of þunn bætið þá tómatpurré út í eftir smekk. Smakkið sósuna til með salti, pipar og safanum úr sítrónunni.

Meðlæti:Steikið sveppi og papríku í smá ólífuolíu. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka og blandið því saman við nautakinnarnar og sósuna ásamt tómötunum, steiktu sveppunum og paprikunni. Smakkið til með svarta piparnum og saltinu. Setjið á diska og berið fram með klettasalatinu, parmesan ostinum og sítrónu bát.