Uppskriftir

PASTA ALFREDO

1 msk ólífuolía
2 stk hvítlauksrif, pressuð
1 msk hveiti
300 ml léttmjólk
2 msk rjómaostur
40 g parmesanostur, rifinn
½ tsk múskat
400 g heilhveiti spaghetti
2 msk söxuð fersk steinselja
salt og nýmalaður pipar

Bræðið smjörið á pönnu. Steikið hvítlaukinn þar til hann verður mjúkur í gegn, um 1 mínútu. Bætið hveitinu saman við og hrærið í 30 sek. Hellið mjólkinni smám saman við og hrærið stanslaust í 8–10 mínútur eða þar til blandan hefur þykknað. Sjóðið pastað samkvæmt pakkningu.
Bætið rjómaostinum út í og látið malla áfram í fáeinar mínútur. Bætið þá parmesanostinum saman við og kryddið með múskat, salti og pipar. Sigtið vatnið frá pastanu og hellið saman við sósuna. Stráið steinselju yfir og berið fram.