Uppskriftir

Ribeye með sinnepi og parmesanosti

fyrir 4 að hætti Rikku

1 tsk Ítalía ólífuolía
1 tsk vatn
1-2 skallotlaukar, saxaðir
1 tsk timían, þurrkað
1 msk græn piparkorn
3 msk Dijon sinnep
salt op pipar
30 g parmesanostur, rifinn
1 msk Ítalía ólífuolía
4 Íslandsnaut ungnautaribeye steikur

Hitið ofninn í 200°C. Hitið olíuna og vatnið á pönnu og steikið laukinn þar til að hann er mjúkur í gegn. Blandið lauknum saman við piparkornin og sinnepið og kryddið með salti og pipar. Hækkið hitann á pönnunni og steikið kjötið í 3-4 mínútur, lækkið þá hitann og steikið áfram í 2-3 mínútur. Snúið steikinni við og steikið í 6 mínútur. Raðið steikunum á ofnplötu og smyrjið með sinnepsblöndunni og stráið parmesanosti yfir. Bakið í ofni þar til osturinn bráðnar. Berið fram með bökuðum kartöflum með sýrðum rjóma og graslauk og góðu salati.