Uppskriftir

Ribeye samloka með hunangslauk og fáfnisgrassósu

fyrir 4 að hætti Rikku

600 g Ribeye
1 msk smjör
2 laukar
2 ½ msk hunang
3 msk ólífuolía
1 steinbakað baguette brauð
4 tómatar, skornir til helminga
Fersk salatblöð
1 lárpera, afhýdd, steinhreinsuð og sneidd
Salt og nýmalaður pipar

FÁFNISGRASSÓSA:
2 msk sýrður rjómi 10%
2 msk létt majónes
1 hvítlauksrif, pressað
2 msk saxað ferskt fáfnisgras
Salt

Hitið ofninn í 180°C. Steikið laukinn upp úr smjöri þar til að hann verður mjúkur í gegn. Bætið hunanginu saman við og látið malla við lágan hita þar til að hann verður notaður. Steikið kjötið upp úr 1 msk af olíu í 2 mínútur á hvorri hlið. Raðið kjötinu á ofnplötu og bakið í 4-5 mínútur. Kryddið kjötið með salti og pipar og vefjið því inn í álpappír.
Skerið brauðið til helminga eftir endilöngu og ristið í ofninum. Hellið 2 msk af olíu á brauðið og nuddið safanum af tómötunum á það. Raðið salatblöðum ofan á brauðið ásamt lauknum og lárperunni. Skerið kjötið og raðið á brauðið ásamt fáfnisgrassósunni og berið fram. FÁFNISGRASSÓSA: Hrærið öllu saman og kryddið með salti eftir smekk.