Uppskriftir

Rommkúluterta

Marensbotnar:

3 stk. eggjahvítur
200 g sykur
4 dl Rice crispies
1 tsk. lyftiduft

Þeytið eggjahvítur, bætið sykri útí og stífþeytið. Myljið Rice crispies og blandð því og lyftidufti varlega saman við eggjahvíturnar. Skiptið í tvo botna á plötu með bökunarpappír, um 24 cm í þvermál. Bakið við 150 °C í 60 mín. 

Rommkúlukrem:
1 dl rjómi
110 g rommkúlur
100 g rjómasúkkulaði
2 stk. eggjarauður

Fylling:
4 dl rjómi
1 tsk. vanilludropar
1 msk. flórsykur
1 stk. banani
Rommkúlur

Saxið rjómasúkkulaði og setjið í skál. Hitið rjómann í potti, bætið rommkúlum útí og bræðið við vægan hita. Hrærið í pottinum með sleif þar til rommkúlurnar eru bráðnaðar. Hellið blöndunni yfir rjómasúkkulaðið og blandið vel saman. Hrærið eggjarauðunum saman við og þeytið kremið í smá stund. Kremið kólnar og þykknar við þeytinguna. Athugið að best er að gera kremið um leið og kakan er sett saman. Setjið marensbotn á bakka. Skerið 8-10 rommkúlur gætilega í sundur og látið leka úr þeim yfir botninn. Saxið rommkúlurnar gróft og setjið yfir. Skerið banana í sneiðar og raðið ofan á. Dreifið hluta kremsins yfir. Þeytið rjóma og bætið flórsykri og vanilludropum saman við. Smyrjið rjómanum ofan á botninn. Setjið annan botn yfir og afganginn af kreminu. Skreytið eftir smekk.