Uppskriftir

Sítrónukjúklingalæri, úrbeinuð

Fyrir 4
150 ml ólífuolía
80 ml nýkreistur sítrónusafi
4 msk agave síróp
4 stk hvítlauksrif
1 msk rósmarín þurrkað
2 stk lárviðarlauf
400 g úrbeinuð kjúklingalæri
salt
pipar

2 stk sítrónur til að grilla
smá sykur
Blandið saman ólífuolíunni, sítrónusafanum og agave sírópinu. Skrælið hvítlaukinn og rífið hann út í. Bætið einnig lárviðarlaufunum saman við. Marinerið kjúklingalærin upp úr leginum í 2-4 klst. Grillið lærin í 8 mínútur á skinnhliðinni. Snúið þeim svo við og grillið í aðrar 8 mín. Skerið sítrónurnar í tvennt, penslið með ólífuolíu og dýfið þeim í smá sykur, Grillið þær í 5 mínútur eða þar til sykurinn hefur karamellast.