Uppskriftir

Soyamarineruð nautalund með grilluðum fíkjum

Fyrir 4
800 g nautalund
70 ml sojasósa
2 msk olía
2 msk púðursykur
1 stk hvítlauksrif
1 tsk engiferduft
1 tsk sesamolía
8 stk ferskar fíkjur
olía til að pensla með
Blandið sojasósunni, olíunni, púðursykrinum, fínt söxuðum hvítlauknum, engiferduftinu og sesamolíunni í skál. Setjið kjötið í fat, hellið marineringunni yfir og marinerið í 2 klukkustundir. Skerið fíkjurnar í tvennt og setjið þær í marineringuna í 20 mínútur. Penslið kjötið með olíunni og grillið það á heitu grillinu í 6 mínútur á öllum hliðum. Takið kjötið af og leyfið því að standa í 10 mínútur. Penslið fíkjurnar með olíu og grillið í 2 mínútur á hvorri hlið. Grillið kjötið aftur í 4 mínútur á öllum hliðum. Svo er nauðsynlegt að láta kjötið hvíla vel áður en það er skorið niður.