Uppskriftir

SPAGHETTI MEÐ GRILLAÐRI PAPRIKU OG LÁRPERU PESTÓ

2 stk rauðar paprikur
200 g kirsuberjatómatar, skornir til helminga
2 msk ólífuolía
1 msk balsamikgljái
1½ stk hvítlauksrif, pressað
100 g sveppir
100 g spínat
2 msk sítrónusafi
400 g ferskt spaghetti
lárperu pestó, bls. 39


Hitið ofninn í 200°C. Skerið paprikurnar í sneiðar og raðið þeim á pappírsklædda ofnplötu ásamt tómötunum. Hellið ólífuolíunni og balsamikgljáanum yfir og bakið í 15 mínútur. Steikið hvítlaukinn, spínatið og sveppina upp úr smá ólífuolíu. Kreistið sítrónusafann yfir og bætið paprik­unni saman við. Sjóðið pastað í vatni með smá salti í, sigtið vatnið frá. Blandið pestóinu og grænmetinu saman við pastað og berið fram. Gott er að rífa örlítinn parmesanost yfir.