Uppskriftir

Steiktar andabringur með graskers-, fennel- og appelsínusalati. Fyrir 4

4 stk andabringur
2 msk sojasósa
1 stk lime
¼ tsk chiliflögur
1 stk hvítlauksgeiri
1 msk engifer fínt rifið
3 msk maple sýróp
Graskers-, fennel- og
appelsínusalat
400 gr grasker skorið í kubba
1 stk fennel (fínt skorið)
2 stk appelsínur (skrældar og skornar í litla bita)
1 stk granat epli
2 msk fínt skorinn kóriander
½ poki klettasalat
ólífuolía
sjávarsalt
svartur pipar úr kvörnSetjið allt hráefnið nema anda-bringurnar saman í mortel og merjið vel saman. Setjið bringurnar á kalda pönnu með fituhliðina niður, brúnið fituna þar til hún er orðin gullin brún. Snúið bringunum við og brúnið í 2 mín á hinni hliðinni. Setið bringurnar í eldfast mót og smyrjið kryddblöndunni yfir fituhliðina. Setjið bringurnar inn í 180 gráðu heitan ofninn í 6 mínútur. Setjið álpappír yfir bringurnar þegar þær koma úr ofninum og látið þær standa í 15 mín. Graskers-, fennel- og appelsínusalat: Kryddið graskerið með salti og pipar og veltið upp úr ólífuolíu og bakið við 180 gráður í 30 mín. Kælið það svo niður. Setjið graskerið í skál með fennelinu og appelsínunni.
Hreinsið kjarnana úr granateplinu og bætið út í skálina ásamt kóriander og klettasalatinu og blandið öllu saman.