Uppskriftir

Súkkulaði og karob ,,brownie” með ­súkkulaðikremi

4 dl valhnetur
½ dl kakóduft
½ dl karobduft
½ dl hrásykur
½ dl döðlur, smátt saxaðar
½ dl fíkjur, lagðar í bleyti í 15 mín, þerraðar og smátt saxaðar
2 msk kaldpressuð kókosolía
1 tsk vanilluduft eða dropar
¼ tsk kanill
½ dl smátt saxaðar léttristaðar valhnetur
Krem:
1 dl döðlur, smátt saxaðar
1 dl agavesíróp
½ dl kakó
¼ dl karob
½ dl kaldpressuð kókosolía
½ dl kókosmjólk
3–4 dropar mintuolía

Setjið 4 dl af valhnetum í matvinnsluvél, stillið á lægsta hraða og malið hneturnar í mjöl. Bætið restinni af uppskriftinni út í og blandið þar til þetta klístrast saman og myndar deig. Þrýstið deiginu niður í 20×20 cm form, setjið plastfilmu yfir formið og látið inn í kæli/frysti í um 30 mín. áður en kreminu er smurt á. Krem: Allt sett í matvinnsluvél eða í kröftugan blandara og blandað þar til silkimjúkt og kekkjalaust. Ef kremið er of þurrt má bæta smá kókosmjólk út í. Takið botninn úr frystinum og smyrjið kreminu yfir. Geymist í viku í ísskáp eða 1–2 mánuði í frysti.