Uppskriftir

SVÍNAGÚLLAS MEÐ GRÆNU KARRÍI OG HNETUSMJÖRI

1½ msk ólífuolía
1 stk hvítlauksrif, pressað
½ stk rautt chili-aldin
½ msk rifið engifer
1 tsk kóríanderkrydd
1 tsk turmerickrydd
500 g svínagúllas,
skorið í minni bita
3 msk rúsínur
1 stk rauð paprika fræhreinsuð
og skorin í bita
2 stk stórir tómatar,
skornir í báta
2 dl létt kókosmjólk
1 msk grænt karrímauk
1 msk hnetusmjör

Steikið hvítlaukinn, chili-aldinið og engiferið upp úr olíunni á meðalheitri pönnu. Bætið kryddunum og svínakjötinu út í ásamt rúsínunum og steikið í 5 mínútur. Bætið þá tómötunum og paprikunni út í og hrærið kókosmjólk, karrímauki og hnetusmjöri saman við og látið malla í 25–30 mínútur. Berið réttinn fram með hrísgrjónum.