Uppskriftir

SVÍNAKÓTELETTUR Í KÓKOSKARRÍ

800 g svínakótelettur beinlausar (4 stk)
1½ msk ólífuolía
400 g sætar kartöflur, afhýddar og skornar í bita
1½ tsk fennelfræ
1 stk rauðlaukur, sneiddur
4 stk tómatar, skornir í bita
10 stk sveskjur, skornar til helminga
150 g strengjabaunir
2½ msk karrímauk
400 ml létt kókosmjólk
1 stk límóna, safinn
2 msk sojasósa
salt og pipar
handfylli af fersku kóríander, saxað
handfylli af möndluflögum

Steikið svínakóteletturnar við meðalhita upp úr smá olíu í mínútu á hvorri hlið. Raðið þeim í eldfast mót og kryddið með salti og pipar. Steikið sætu kartöflurnar stuttlega ásamt fennelfræjunum og rauðlauknum. Bætið tómötum, sveskjum og strengjabaunum út í ásamt karrímaukinu, kókosmjólkinni, sojasósunni og límónusafanum. Látið malla í 5 mínútur og hellið yfir kóteletturnar og bakið í 25–30 mínútur við 180°C. Berið fram með hrísgrjónum og stráið kóríander og möndlum yfir.