Uppskriftir

Tamari ­möndlur

4 dl möndlur
¼ dl tamarisósa
1 msk laukduft
¼ tsk sjávarsalt

Hrærið saman tamarisósu, laukdufti og sjávarsalti, veltið möndlunum upp úr þessu og setjið á ofnplötu og bakið við 200°C í 5–7 mín. Einnig hægt að setja í þurrkofn og þurrka við 105°F (41°C) í 6–8 klst.