Uppskriftir

TÓMATLAGAÐAR SVÍNAKÓTELETTUR

1 msk ólífuolía
800 g svínakótelettur beinlausar (4 stk)
salt og nýmalaður pipar
350 ml tilbúin tómatpastasósa
2 stk grófar brauðsneiðar
8 stk salvíublöð
½ stk rifinn börkur af ½ sítrónu
1½ stk hvítlauksrif, pressuð
Hitið ofninn í 180°C. Hitið ólífuolíuna á meðalheitri pönnu og brúnið kóteletturnar í 1-2 mínútur á hvorri hlið. Kryddið þær með salti og pipar og raðið í eldfast mót. Setjið brauðsneiðar, salvíu, sítrónubörk og hvítlauk í matvinnsluvél og vinnið vel saman. Hellið 3-4 matskeiðum af tómatsósunni yfir hverja kótelettu og stráið brauðmylsnunni yfir og bakið í 25 mínútur. Gott er að bera réttinn fram með fersku salati með sinnepssósu, á bls. 51.