Uppskriftir

Tosca kaka

Deigið:
120 g smjör, mjúkt
120 g hrásykur
2 stk egg
300 g hveiti
3 tsk lyftiduft
1½ dl mjólk
Toppur:
100 g möndluflögur
100 g smjör
100 g hrásykur
2 msk hunang

Vinnið saman smjör og sykur, setjið eggin saman við og vinnið vel saman á milli. Þegar eggin eru orðin vel blönduð er restinni hrært saman við og unnið rólega í gott deig. Setjið deigið í 24 cm form. Bakið kökuna við 180°C í ca. 23 mín. Á meðan kakan er í ofninum er toppurinn gerður.
Blandið öllu saman í pott og látið suðuna koma upp, hrærið vel saman. Þegar tíminn er búinn á kökunni er hún tekin út, ofninn er hækkaður upp í 250°C. Setjið­ toppinn varlega yfir kökuna. Þegar ofninn er kominn upp í 250° er kakan sett aftur í ofninn. Bakið í ca. 7 mín. þar til toppurinn fer að bóla ofan á kökunni. Gætið þess að brenna ekki.
Látið kökuna kólna í forminu áður en hún er losuð.