Uppskriftir

Uppáhalds ­súkkulaði,,músin”


2 dl kókosmjólk
2 dl kasjúhnetur sem hafa legið í bleyti í 6–8 klst (borgar sig að leggja í bleyti svo þær verði mjúkar og auðveldar í notkun)
½ dl agavesíróp
1 dl hreint kakóduft
1 tsk vanilludropar eða duft
21/2 dl kókosolía (í fljótandi formi – krukkan látin standa í skál með heitu vatni í smá stund)
Avókadó afbrigði:
2 stk avókadó, afhýdd og steinhreinsuð
1 msk vanilluduft
¼ tsk sjávarsalt
5 msk kakóduft
11/4 dl agavesíróp

Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt. Sett inn í frysti í svona 2 klst. Ef þið eruð ekki að fara að borða desertinn strax þá færi ég hann eftir 2 klst. úr frystinum yfir í kælinn og geymi hann þar. Skreytt með fullt fullt af jarðarberjum úr garðinum.
Avókadó afbrigði: Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt.