Wellington
Með Duxelles sveppafyllingu
2 pk Wewalka smjördeig
1 kg nautalund
200 gr hráskinka
1 pakki Duxelles sveppafylling, fæst í Hagkaup
4 msk Dijon sinnep
2 egg til penslunar
Byrjið á að hita ofninn í 220°C
Snyrtið nautalundina, saltið og piprið. Setjið olíu á pönnu og stillið á háan hita. Steikið kjötið í eina til tvær mínútur á öllum hliðum. Takið kjötið af pönnunni og leggið til hliðar, látið standa í u.þ.b. 10 mínútur
Setjið plastfilmuna á borðið og leggið hráskinkusneiðarnar ofaná. Setjið því næst sveppafyllinguna yfir hráskinkuna. Þerrið nautalundina lítillega og smyrjið Dijon sinnepinu jafnt yfir. Leggið lundina á miðja plastfilmuna með hráskinkunni og sveppafyllingunni. Notið plastfilmuna til að vefja lundina vel inní hráskinkuna og sveppafyllinguna. Setjið í kæli í 20 mínútur.
Takið lundina úr kæli og fjarlægið plastfilmuna. Vefjið henni í Wewalka smjördeig. Gangið úr skugga um að öll lundin sé vel hulin deginu. Sláið eggin saman í skál og penslið vel yfir deigið. Skerið með beittum hníf nokkra skurði í degið. Setjið á ofnplötu og inní ofn.
Bakið í 30-35 mínútur eða þar til kjarnhiti lundarinnar hefur náð 52°C. Látið steikina standa í 10-15 mínútur áður en hún er skorin í þykkar sneiðar og borin fram.