14. Febrúar 2024

Hjartalaga red velvet kökur

Sylvía Haukdal setti saman fyrir okkur þessa fallegu red velvet hjarta kökur fyrir Valentínusardaginn. Það er tilvalið að gleðja þann sem manni þykir vænt um með ljúffengum kökum og ekki skemmir fyrir að hafa þær rauðar og hjartalaga.

Botn:
375 g Hveiti
400 g sykur
1 msk kakó
1 tsk salt
1 tsk matarsódi
2 stk egg
340 ml olía (grænmetis)
225 ml súrmjólk
1 msk edik
1 tsk vanilludropar
1-2 msk rauður matarlitur 

Krem:
400 g smjör
400 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
300 g rjómaostur, mér finnst best að nota Philadelfia rjómaostinn Jarðaber

 Aðferð
1. Við byrjum á því að hræra öllum þurrefnunum saman.
2. Næst bætum við blautefnunum saman við og hrærum þar til allt hefur blandast vel saman.
3. Svo smyrjum við ofnskúffu og setjum bökunarpappír í botninn.
4. Botninn eru svo bakaður við 175°(viftu) í 20-25 mínútur eða þar til pinni kemur hreinn upp úr.
5. Þegar botninn hefur kólnað skerum við út lítil hjörtu og setjum til hliðar meðan við gerum kremið.

Rjómaosta krem
1. Við byrjum á því að þeyta smjörið þar til það verður ljóst og létt.
2. Næst þeytum við flórsykurinn saman við og vanilludropana og þeytum í 3-4 mínútur.
3. Að lokum hrærum við rjómaostinn varlega saman við.