Takk fyrir þolinmæðina

Við þökkum fyrir frábærar viðtökur á afsláttadögum sl. daga. Vegna mikils álags í vefverslun getur verið seinkun á afhendingu pantana.
Takk fyrir þolinmæðina, við erum að vinna pantanirnar eins hratt og við getum.

Um okkur

Hagkaup var stofnað árið 1959 og hefur starfsemi fyrirtækisins djúpar rætur í íslensku samfélagi, enda verið órofinn hluti af verslunarsögu landsins í rúm 60 ár. Upphaflega var Hagkaup aðeins póstverslun, en árið 1967 var brotið blað í sögu félagsins þegar fyrsta verslunin opnaði á Miklatorgi. Fyrsti stórmarkaður Hagkaups opnaði síðan árið 1970 í Skeifunni og er sú verslun enn þann dag í dag vinsælasta verslunin af sjö verslunum.

Fjölbreytt vöruúrval og þjónusta

Hugsjón okkar hefur ávallt verið að bjóða viðskiptavinum okkar upp á fjölbreytt vöruúrval, þægilegan opnunartíma og hlýlegt viðmót. Við bjóðum breytt vöruúrval til daglegra þarfa í matvöru, fatnaði, snyrtivöru, leikföngum, húsbúnaði og tómstundarvöru. Við leggjum okkur fram við að leita fjölbreyttra leiða til að gera hversdaginn aðeins skemmtilegri, ánægjulegri og einfaldari. Verslunarferðir eiga að vera ævintýralegar, jafnt fyrir stóra sem smáa.

Framsækið hugarfar

Hjá Hagkaup starfar metnaðarfullt starfsfólk sem er sífellt á höttunum eftir einstökum vörum sem mæta síbreytilegum þörfum okkar viðskiptavina. Við fögnum nýstárlegum hugmyndum og hvetjum hvort annað til þess að koma með lausnir sem gera upplifun viðskiptavina sem ánægjulegasta. Við leggjum okkur fram við að hlusta á þarfir okkar viðskiptavina og erum óhrædd við að gera breytingar í takt við þær þarfir. Nýlega höfum við til að mynda gert viðamiklar breytingar á vöruúrvali til að mæta vaxandi þörfum ásamt því að breyta opnunartíma verslana. Tvær Hagkaupsverslanir eru nú opnar allan sólarhringinn og bjóðum við sama verð í öllum verslunum.

Við nýtum okkur nýjustu tækni til þess að auðvelda viðskiptavinum verslun hvar og hvenær sem þeim hentar.

Samfélag og umhverfi

Hagkaup leggur ríka áherslu á vernd umhverfisins í allri sinni starfsemi. Við höfum sett okkur markmið um að vera í farabroddi þegar kemur að umhverfisvernd og samfélagslegri ábyrgð. Við leitumst við að velja umhverfisvænni vörur frá birgjum og veljum fjölnota vörur fram yfir aðrar til sölu í verslunum. Einnig vinnum við að margvíslegum aðgerðum með það að markmiði að minnka matarsóun. Við styðjum samfélagsleg málefni með fjölbreyttum hætti og erum virk í stuðningi við íslenska nýsköpun í matvælaiðnaði.

Hagkaup rekur sjö verslanir, sex á höfuðborgarsvæðinu og eina á Akureyri. Hjá Hagkaup starfa rúmlega 750 manns.  Skrifstofur Hagkaup eru til húsa í Skútuvogi 5 og framkvæmdastjóri er Sigurður Reynaldsson.