Samfélagsskýrsla Hagkaups 2024

27. Maí 2025

Sjálfbærniskýrsla 2024

Árið 2024 var líkt og önnur ár í okkar rekstri bæði lærdóms- og viðburðaríkt. Við lítum til baka af auðmýkt og þakklæti fyrir allar heimsóknir viðskiptavina okkar, jákvæð viðbrögð þeirra við nýjungum og frábærar viðtökur við hinum ýmsu viðburðum sem við stóðum fyrir á árinu. Við erum einnig stolt af okkar öfluga hópi starfsfólks sem sýndi styrk sinn enn á ný með óbilandi liðsheild og elju.

Við erum stolt af þeim árangri sem sjálfbærniuppgjörið sýnir í tengslum við losun gróðurhúsalofttegunda, orkusparnað og bætta ferla í úrgangslosun. Við sögðum frá því á síðasta ári að Hagkaup væri fyrst matvörukeðja á Íslandi til að keyra öll sín kælivélakerfi á íslenskri kolsýru og fyrir vikið með minnsta kolefnisfótspor allra matvörukeðja á Íslandi. Við erum gríðarlega stolt af þeim áfanga. Þá viljum við þakka okkar viðskiptavinum fyrir frábærar viðtökur við sérmerktu kælunum okkar „minnkum matarsóun“, en þeir hafa slegið í gegn og hjálpað okkur að ná enn betri árangri en áður í minni matarsóun.

Hér fyrir neðan er hægt að lesa Sjálfbærniskýrslu 2024.