Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefnunni er ætlað að tryggja öllum starfsmönnum sem starfa hjá fyrirtækinu jöfn tækifæri eins og kveðið er á í lögum og stjórnarskrá um jafna stöðu og jafnan rétt einstaklinga. Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu Hagkaups. Markmið stefnunnar er að stuðla að því að allt starfsfólk hafi jöfn tækifæri og koma í veg fyrir hvers konar mismunun.

Við höfum innleitt jafnlaunakerfi sem nær til allra starfsmanna til að framfylgja settum stefnumiðum. Innleiðing og viðhald kerfisins er í samræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST 85.

Ákveðið verklag er viðhaft við launaákvarðanir innan fyrirtækisins sem hefur það að markmiði að tryggja stöðugar umbætur á launakerfinu, eftirlit með kynbundnum launamun og viðbrögð sem felast í því að leiðrétta kynbundinn launamun tafarlaust komi hann í ljós.

Í mars 2023 störfuðu hjá Hagkaup 723 manns. Þar af 387 konur (53%), 334 karlar (46%) og 2 kynsegin. Árið 2019 hlaut Hagkaup jafnlaunavottun og var niðurstaða fyrstu greiningar 2,9% kynbundinn launamismunur, körlum í hag. Í maí 2022 lauk endurnýjun á jafnlaunavottun félagsins. Niðurstaða þessarar greiningar leiddi í ljós 1,0% kynbundinn launamismun, körlum í hag. Hagkaup vinnur samkvæmt því markmiði að kynbundinn launamismunur sé lægri en 2% og vinnur ötult að því að munurinn verði að lokum enginn eða mjög nálægt 0%. Í mars 2023 voru sex karlar og sex konur  í stjórnendastöðum í verslunum okkar.

Jafnrétti

Hagkaup gætir jafnréttis til launa, aðstöðu og stöðuveitinga óháð þáttum s.s. kyni, aldri og þjóðerni og vinnur samkvæmt þeirri reglu að hver einstaklingur skuli metinn að verðleikum. Hagkaup vill stuðla að því að samræma starfsskyldur og fjölskyldulíf. Einelti og kynferðisleg áreitni eru ekki liðin í Hagkaup. Við leggjum líka áherslu á að starfsfólk geri öllum jafnhátt undir höfði, með virðingu og jafnrétti að leiðarljósi.


Jafnlaunamarkmiðin okkar

  1. Hagkaup er vinnustaður þar sem allt starfsfólk á jafna möguleika til starfa, óháð kyni, aldri og þjóðerni.
  2. Hagkaup stefnir að jöfnu hlutfalli karla og kvenna meðal starfsmanna eins og unnt er og að ákveðin störf flokkist ekki sem sérstök karla- eða kvennastörf.
  3. Hagkaup greiðir öllu starfsfólki jöfn laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt störf.
  4. Hagkaup er vinnustaður þar sem starfsfólk getur samræmt vinnu og einkalíf.
  5. Hagkaup líður ekki einelti, fordóma, kynbundið ofbeldi eða kynferðislega áreitni.
  6. Hagkaup gætir þess að allt starfsfólk hafi sömu tækifæri til starfsþróunar.

Útgáfa: apríl 2024