Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

Viðskiptakort

Viðskiptakort Hagkaups er greiðslukort sem ætlað er fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við Hagkaup. Kortið leysir hefðbundin reikningsviðskipti af hólmi og er beiðnakerfi því í leiðinni afnumið sem kemur til með að verða bæði Hagkaup og viðskiptavinum til bóta.

Í boði er val milli þess hvort kortið sé handahafakort eða skráð á einstaka starfsmenn. Handhafakortið er skráð á ákveðna deild innan fyrirtækis og hefur skráðan ábyrgðarmann/tengilið. Kort skráð á einstaka starfsmenn er með nafni þess sem mun nota kortið, en slíkt eykur töluvert öryggi og kostnaðarvitund starfsmanna. Með notkun viðskiptakorts Hagkaups býðst fyrirtækjum einnig að fá aðgang að færslusíðu Hagkaups. Hægt er að óska eftir því að fá rafræna reikninga senda með hverri úttekt eða afrit af reikningi á tölvupósti þegar sótt er um kortið eða með því að senda póst á kort@hagkaup.is.

Úttektartímabilið er 1.-31. hvers mánaðar og greiðsludagur er 20. næsta mánaðar. Rukkað er fyrir stofngjald korts (kr. 1.000), endurútgáfu glataðs korts (kr. 700) og seðilgjald fyrir hverju úttektartímabili (kr. 75)

Þjónusta við korthafa fer fram í gegnum kort@hagkaup.is og neyðarsími á skrifstofutíma er 5635050. Til að tilkynna glatað kort utan skrifstofutíma má hafa samband við sjóðsstjóra í næstu Hagkaups verslun sem kemur skilaboðum áleiðis til fjármálastjóra.

Hér má finna Umsókn um kort

Skil­málar