27. Desember 2023
Snyrtivörur sem komu nýjar á markað 2023
Árið 2023 er senn á enda en við endum það með stæl! 23% afsláttur af öllum snyrtivörum frá 28.-31. desember. Af þessu tilefni langar okkur að segja ykkur frá fjórum vörum sem komu nýjar á markað hér á landi í ár og hafa slegið rækilega í gegn.
NYX Professional Makeup – Fat Oil Lip Drip
Varaolíur yfir höfuð voru mjög vinsælar á árinu og Fat Oil frá NYX Professional Makeup var engin undantekning. Olían gefur vörunum raka í allt að 12 klukkustundir og er einstaklega þægileg. Olían inniheldur meðal annars skýjaberjaolíu og hindberjaolíu en hún gefur vörunum virkilega fallegan glans og klístrast ekki.
IT Cosmetics - ByeBye Under Eye Bags Treatment
Augnkremið sem seldist hratt upp þegar það mætti til okkar fyrst. Um er að ræða meðferð gegn pokum, þrota og línum undir augum. Formúlan er mjög þægileg en hún er alveg glær og endurkastar ekki ljósi. Kremið er ætlað til notkunnar á morgnanna og þú átt að sjá mun eftir 15 mínútur, en það er mikilvægt að fylgja vel notkunar leiðbeiningum sem fylgja þessari augnmeðferð.
Clarins - Cyro-Flash Cream-Mask
Önnur húðvara sem svoleiðis hvarf úr hillunum þegar hún mætti fyrst. Maskinn er innblásinn af kuldatækni og endurskapar kosti kulda á húðinni. Þetta er gert til þess að vinna gegn og fyrirbyggja hin ýmsu öldrunarmerki húðarinnar. Maskinn vinnur að því að gera húðina stinnari, lyftari auk þess að gefa henni ljóma. Virkilega spennandi maski.
Smashbox – Always On Skin Balancing Foundation
Nýr og spennandi farði frá Smashbox en þessum farða er ætlað að hjálpa okkur að koma jafnvægi á húðina hvort sem hún þarfnast raka eða olíustjórnunar. Farðinn aðlagar sig að þinni húð og veiti miðlungs til fulla þekju en það er mjög auðvelt að byggja þekjuna upp. Farðinn inniheldur meðal annars hýalúrónsýru sem gefur húðinni raka. Farðinn kemur í mörgum litum og er mjög skemmtileg viðbót við farða úrvalið sem við bjóðum upp á.
Það er kjörið tækifæri að fylla á það sem vantar fyrir nýja árið og nýta sér 23% afslátt af snyrtivörum 28.-31. desember. Það er hægt að skoða allar snyrtivörur með því að smella hér.