Vinsamlegast ath!

Veisluréttir eru uppseldir laugardaginn 22. júní

26. Maí 2023

Sólarvörn alla daga

Sólin skín vissulega ekki sínu skærasta þessa dagana, en hún laumast þó í gegnum skýin í rokinu inn á milli! Sólarvörnin ætti að vera orðin fastur partur af morgun húðrútínu okkar allra sama hvort við erum að vinna inni, úti eða jafnvel stungin af í sólina á Tenerife. Sólarvarnir verja nefnilega húðina fyrir svo mörgu öðru en bara beinu sólarljósi.

Það er algengur misskilningur að sólarvörnina þurfi bara að nota í glampandi sól og blíðu en helst ættum við öll að nota sólarvörn alla daga, allan ársins hring. Sólarvarnir vernda húðina fyrir geislum sólar og margar vernda húðina líka gegn mengun í umhverfinu og til dæmis útfjólubláum geislum af tölvu- og símaskjá. En það er ekki nóg að nota bara sólarvörn, við þurfum að vita hvernig við notum hana og hversu mikið.

Það er góð regla að setja rönd af sólarvörn á tvo til þrjá fingur og nota það magn á andlitið. Það kann að virka frekar mikið en það er einmitt það sem er, við þurfum meira en við höldum af sólarvörn til þess að ná að verja húðina vel. Fyrir líkamann getur verið ágætt að miða við eitt staup (5 cl) af sólarvörn en ágætt að passa bara að bera vörn á alla staði sem sjást. Við eigum það mörg til að gleyma höndum, vörum, hálsi og eyrum en það þarf að passa þau svæði líka.

Að bera sólarvörn á sig 15-30 mínútum áður en farið er út í er líka gott viðmið, þá nær hún að fara inn í húðina og byrja að virka áður en við förum út. Svo þarf að passa að bæta á vörnina yfir daginn, helst á tveggja klukkustunda fresti. Mörg mikla það fyrir sér þar sem það getur verið erfitt að setja sólarvörn yfir förðun, en örvæntið ekki það eru nefnilega til sólarvarnar sprey sem eru tilvalin yfir förðun til dæmis eru Sensitive Advanced Mist frá Garnier og The retouch one frá Hello Sunday algjör snilld í veskið til að bæta á andlitið yfir daginn.

Úrvalið af sólarvörnum hefur sjaldan eða aldrei verið jafn mikið hjá okkur og núna í verslunum Hagkaups og það ættu flest að geta fundið sér sólarvörn við hæfi. Sólarvarnir sem krem, serum, sprey, froða og með SPF frá 15 upp í SPF 50+. Úrval fyrir börn jafnt sem fullorðna má skoða hér. Ég vona allavega að hvort sem leið ykkar liggi í sólina eða bara út í rokið hér heima að þið passið uppá að nota sólarvörnina.

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup.